top of page

Fiesta alla leið

Music Festival_edited.jpg

Þú ferðast og við græjum 

Hefur þér einhvern tímann langað að upplifa útihátið á heimsmælikvarða, eða fara í sturlaða skemmtiferð með vinunum. Það er nákvæmlega það sem við sérhæfum okkur í. Fiesta ferðir einblína á ferðir fyrir yngri kynslóðina. Skemmtiferðir til Spánar og Köben eru eitt af vinsælustu ferðum hjá unga fólkinu og þar af leiðandi hjá okkur líka. Vegna ungs markhóps okkar er markmiðið að skipuleggja hagstæðar ferðir fyrir námsmenn sem þurfa að taka sér gott frí. Því ætlum við að halda flugum fram og tilbaka á besta verði.

Euro Coins

Einfalt og ódýrt

Er ekki betra að ferðast Ódýrt? Á Heimasíðu okkar er hægt að velja milli tvenns konar ferða, útihátíðar- og skemmtiferða. Þar sem efst í huga okkar er að skipuleggja ódýrar og skemmtilegar ferðir. Ef  hugur þinn reikar til skemmtiferðar þá einfaldlega velur þú hversu stóran hóp þú ert að ferðast með, dagsetningu, áfangastað og hótel sem þér líst vel á síðan sjáum við um rest. Hins vegar þegar það er valið útihátíðarferð þá getur þú farið á vefsíðuna okkar og valið útihátíð sem þér líst best á og hótel sem þér finnst hentugt og við sjáum um rest.

Af hverju að velja Fiesta ferðir?

  1. Fiesta reynsla: Við búum yfir gríðarlega mikilli reynslu þegar það kemur að skipuleggja skemmtilegustu ferðirnar. Þar sem við öll höfum ferðast 

  2. Ódýrt og einfalt: Við leggjum mikla áherslu á ódýrar ferðir sem þú færð mikið fyrir peninginn. Það getur ekki verið einfaldara að bóka sér ferð með Fiesta Ferðum…..

  3. Fiesta ferðin: Þegar tíu eða fleiri bóka saman ferð höfum við sérstakann partý pakka. 

  4. Skemmtilegasta ferðaskrifstofan: Þar sem skemmtilegasta fólkið skipuleggur ferðir fyrir skemmtilegasta fólkið verður aðeins til skemmtileg ferð.

  5. Við lifum í framtíðinni: Nú á næsta ári munum við bjóða upp á lúxus rafmagns umhverfisvænt flug sem kostar ekkert meira en venjulegt gamaldags flug. Við verðum fyrsta ferðaskrifstofan til að bjóða upp á þennan möguleika.

Við hugsum vel um plánetuna

Við fylgjumst markvisst með eldsneytisnotkun okkar því við viljum draga úr losun koltvísýrings. Flugmenn okkar fá þjálfun í flugtækni sem dregur úr hávaðamengun og eldsneytisnotkun. Þeir geta fylgst með hvernig þeim verður ágengt í eldsneytissparnaði og hver og einn getur borið árangur sinn saman við árangur annarra flugmanna. Það býr til keppni innbyrðis Fiesta ferðum sem hefur góð áhrif á umhverfið.

Við notum sérstakt kerfi til að vakta flugvélar okkar á flugi og draga úr flughraða þeirra véla sem eru líklegar til að lenda á undan áætlun, en minni flughraði dregur úr eldsneytisnotkun.

Grænu skrefin okkar
  1. Rafmagns flug: Á næst ári mátt þú búast við að hægt verður að fljúga með rafmagnsflugvél ef þú flýgur með Fiesta ferðum. Þessar flugvélar verða ekki að verri endanum, aðeins einn stór lúxus.

  2. Allt umhverfisvæt: Allt um borð í flugum okkar fyrir árið 2023 verður umhverfisvænt. Innréttingar og hlutir verða úr endurunnum hlutum. Ekki verður að vinna neitt einnota plast um borð.

  3. Græn Hótel: Við skoðum alltaf hvort hótel séu umhverfisvæn eða ekki. Við veljum aðeins umhverfisvæn hótel og erum alltaf með hag umhverfisins ofarlega.

bottom of page