FIESTA FERÐIR
Komin í sólina og farin að njóta áður en þú veist af.
Við bjóðum upp á Spánarferðir í allt sumar. Hvert viltu fara? Tenerife, Madrid, Barcelona? Þú velur áfangastað og við sjáum um rest.
Við munum bjóða upp á ódýrar ferðir í allt sumar. Við einblínum á skemmtiferðir með góða upplifun þar sem minningarnar verða til og þess vegna erum við með sérvaldna áfangastaði þar sem stutt er í stuðið.
Styttri flugtími en nokkurn tímann áður
Við fljúgum með háþróuðu rafmagnsvélunum okkar um allan heim.
Með því að fljúga á rafmagnsvélum náum við að helminga alla flugtíma.
Ekki bara það, en þá er að sjálfsögðu mikið grænni kostur að fljúga á rafmagni heldur en á bensínu.
Og þar sem rafmagn er ódýrara en bensín þá verða flugin einnig ódýrari.
Gistu á skemmtistaðnum
Við hjá Fiesta leggjum mikinn metnað í að finna góð hótel þegar kemur að skemmtiferðum. Við veljum hótel sem eru stutt frá stærstu skemmtistöðum áfangastaðarins.
Fyrir hverja ferð eða hvern áfangastað eru oftast þrír til fimm valkostir af sitthvorum hótelum sem eru mismunandi góð og mismunandi dýr. Sumir þurfa tveggja manna hótelherbergi en á meðan aðrir þurfa íbúð, og þitt er valið.
Hvað skal gera yfir daginn?
Við skipuleggjum daginn fyrir þig.
Fyrir hvern og einn áfangastað eru afþreyingar sem við höfum skipulagt yfir daginn, afþreyingarnar eru innifaldnar í verðinu en einnig er hægt að sleppa þeim og þá verður ferðin ódýrari. En vegna þess að við bókum afþreyingarnar fyrirfram og í samstarfi við rekendur þá fáum við þær á sérstaklega góðu verði.
Við mælum með að búa til fleiri og stærri minningar með því að velja skemmtiferð með afþreyingum inniföldnum.